*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Umhverfismál 6. mars 2009 08:44

Nýr vefur rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma

Ritstjórn

Verkefnisstjórn um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, sem starfað hefur í samvinnu iðnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis frá árinu 1999, hefur opnað vef: http://www.rammaaaetlun.is/.

Á vefnum segir að markmið rammaáætlunar sé að meta og forgangsraða á faglegan og hlutlægan hátt vernd og nýtingu íslenskra náttúrusvæða gagnvart virkjunarkostum fallvatna og háhitasvæða.

Á vefnum er margvíslegur fróðleikur um starf verkefnisstjórnarinnar, upplýsingar um virkjanakosti, umræðuvettvangur, tenglar inn á áhugaverða vefi og fleira.