Sigurjón Birgir Hákonarsson tölvunarfræðingur hefur verið ráðinn til starfa sem viðskiptastjóri stærri fyrirtækja hjá Microsoft Ísland.

Hann er með meistaragráðu í tölvunarfræðum frá Háskóla Íslands og yfir 15 ára starfsreynslu í upplýsingatæknigeiranum. Þar af hefur hann um fimm ára stjórnunarreynslu.

Sigurjón Birgir Hákonarsson
Sigurjón Birgir Hákonarsson
© vb.is (vb.is)

Fram kemur í tilkynningu að Sigurjón hafi starfað hjá Skýrr við viðskiptaþróun með áherslu á fjármálamarkaðinn. Þar áður var hann forstöðumaður hugbúnaðarlausna á upplýsingatæknisviði Íslandsbanka. Hann hefur einnig stundað kennslu í tölvunarfræðum og verkefnastjórnun.

Sigurjón er kvæntur Arndísi Thorarensen og eiga þau tvö börn.

Sigurjón tekur við starfinu af Guðmundi Aðalsteinssyni, sem lét af störfum hjá fyrirtækinu í síðasta mánuði.

Guðmundur hefur verið ráðinn í sambærilegt starf hjá Microsoft á Nýja-Sjálandi og hann gegndi hjá Microsoft Ísland. Hann er nú þegar fluttur til Nýja Sjálands.