Norður­heim­skauts­baugs­hlaup TVG-Zimsen var haldið í Gríms­ey um helgina. Þetta er í fjórða skipti sem efnt er til þessa nyrsta al­menn­ings­hlaups á Íslandi.

Hlaupaleiðin er hring­ur í eynni og er farið norður yfir heim­skauts­baug og út á nyrsta tanga Íslands. Tvær vega­lengd­ir voru í boði, ann­ars veg­ar 12 km sem er einn hringur og hins veg­ar 24 km sem eru tveir hringur um eyjuna. Alls tóku þrjá­tíu hlaup­ar­ar þátt.

Sig­ur­veg­ari í karla­flokki í 24 km var Þor­berg­ur Ingi Jóns­son. Í kvenna­flokki sigraði Anna Berg­lind Pálma­dótt­ir í 24 km. hlaupinu. Í 12 km hlaupi karla sigraði Rán­ar Jóns­son og í kvenna­flokki Rann­veig Odds­dótt­ir.