*

sunnudagur, 16. maí 2021
Innlent 9. maí 2019 14:48

Nýsköpunarsjóður skilar hagnaði

Ársreikningur Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins kynntur á ársfundi sjóðsins.

Ritstjórn
Huld Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri / CEO Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður af rekstri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins nám 39 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við 595 milljón króna tap árið 2017. Í tilkynningu segir að tapið í afkomu ársins 2017 skýrist af auknu framlagi í afskriftarreikning fjárfestingarverkefna.

Rekstargjöld lækkuðu úr 149 milljónum króna í 107 milljónir eða um 28% milli ára og munar þar mest um minnkandi launakostnað vegna færri stöðugilda og minna af aðkeyptri þjónustu við fjárfestingarverkefni. 

Eigið fé sjóðsins nam í árslok um 4,1 milljarði króna sem er sambærilegt við fyrra ár. Fjármunatekjur voru jákvæðar að fjárhæð 146milljónir króna á árinu, samanborið við 447 milljóna króna tap á árinu 2017. Lánveitingar sjóðsins námu 159 milljónum króna og á árinu var fjárfest í eignarhlutum í félögum fyrir samtals 339milljónir króna. Þá námu seldir eignarhlutir 405 milljónum króna. 

Í tilkynningu segir að Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, hafi í ávarpi sínu á aðalfundinum áherslu á mikilvægi sjóðsins í nýsköpunarumhverfinu hér á landi. Sjóðurinn hefði á liðnu ári tekið þátt í fjölmörgum verkefnum, bæði hér og eins erlendis í þeim tilgangi að opna aðgang að tækifærum og reynslu fyrir stofnendur sprotafyrirtækja. Auk þess eigi sjóðurinn í samstarfi við aðra í þeim tilgangi að undirbúa skráningu nýsköpunarfyrirtækja á First North markaðinn.

„Þetta fjölgar þeim tækifærum sem íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum gefast til að leita fjármögnunar. Skráning í norrænar kauphalliropnar glugga til Norðurlandanna með tilheyrandi möguleikum á fjármögnun og framtíðarvexti,“ sagði Huld í ávarpi sínu. Þá sagði Huld, að með skýrri áherslu á sölu eigna væri opnað enn frekar á getu sjóðsins til að taka þátt í fleiri nýjum verkefnum á komandi misserum.