Talið er að almennir fjárfestar vestanhafs muni flykkjast að baki leikjafyrirtækisins Roblox Corp en hlutabréf félagsins voru tekin til viðskipta í gær. Félagið myndi þar með verða hluti af hinum svokölluðum „jarm hlutabréfum“ (e. meme stocks), en þekktust í þeim hópi er tölvuleikja- og raftækjaverslunin Gamestop. Reuters greinir frá.

Tekjur Roblox, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu, tóku mikinn kipp á síðasta ári eftir að heimsfaraldurinn skall á, þar sem að tölvuleikjaþorsti barna jókst verulega á meðan hálfgert útgöngubann var í gildi. Félagið hefur undirbúið skráningu á markað undanfarna mánuði og lýkt og fyrr segir var skráningin loks í höfn í gær.

Roblox leitast við að færa sér í nyt líflegan hlutabréfamarkað vestanhafs með beinni skráningu (e. direct listing) á markað. Þar með hefur ekki farið fram frumútboð á bréfum félagsins fyrir skráningu á markað, líkt og tíðkast oft í aðdraganda skráningar félaga á hlutabréfamarkað.