Drög að lagafrumvarpi um breytingar á lögum um almannavarnir er nú til umsagnar hjá innanríkisráðherra.

Frumvarpið felur meðal annars í sér að netöryggissveit verði efld, færð til ríkislögreglustjóra. Netöryggissveit á að gegna hlutverki öryggis- og viðbragðshóps til verndar mikilvægum samfélagslegum innviðum gegn netárásum.

Auk eflingar netöryggissveitar veður sérstakt netöryggisgjald verður lagt á rekstraraðila mikilvægra samfélagslegra innviða.

Netöryggisgjaldið verður samkvæmt frumvarpinu lagt á:

  • Skráð fjarskiptafyrirtæki þurfa að greiða 0,05% af bókfærðri veltu vegna fjarskiptastarfsemi.
  • Raforkuver, hitaveitur, dreifiveitur, flutningsfyrirtæki, vatns- og fráveitur sem eru leyfisskyldar samkvæmt raforkulögum skulu greiða 0,05% af bókfærðri veltu raforku- og veitustarfsemi.
  • Fjármálafyrirtæki skulu greiða skulu greiða 0,2% af gjaldstofni fjársýsluskatts.
  • Kauphallir greiða 0,2% af gjaldstofni fjársýsluskatts
  • Rekstraraðilar flugleiðsöguþjónustu skulu greiða 0,05% af bókfærðri veltu flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar.

Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu er gert ráð fyrir því að gjaldið hefði skilað 180 milljónum króna í ríkissjóð fyrir árið 2014. Gjaldið kemur til álagningar árið 2017 vegna rekstrarársins 2016.