Stjórn Landic Property hefur samþykkt nýtt skipurit fyrir félagið sem er mun einfaldara og skilvirkara en fyrra skipulag.

Markmiðið er að draga úr yfirbyggingu í stjórnun Landic Property og reka endahnútinn á sameiningu Fasteignafélagsins Stoða/Atlas og Keops AS í Danmörku.

Í nýrri framkvæmdastjórn eru: Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri, Karina Deacon framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Gunnar Petersen framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og Michael Sheikh framkvæmdastjóri þróunarsviðs.

Gunnar Petersen, sem kemur nýr inn í framkvæmdastjórnina, er fæddur árið 1974.  Hann er viðskiptingafræðingur frá HÍ og löggiltur verðbréfamiðlari og hefur unnið hjá bönkum hér heima og erlendis og verið fjármálastjóri Stoða.