Tekin hefur verið fyrsta skólfustunga að nýrri verslunarbyggingu að Vínlandsleið 1 í Grafarholti. Þar reisir Húsasmiðjan 7.300 fermetra stálgrindahús og verður fyrirtækið með verslun í þremur hlutum þess (smávara, byggingarvörur og timbursala) en Blómaval í einum hluta. Límtré flytur inn burðarvirkið frá Svíþjóð.

Línuhönnun hefur séð um ráðgjöf varðandi burðarþol, jarðvinnu og röralagnir o.fl. Línuhönnun mun enn fremur hafa umsjón og eftirlit með framkvæmdum við bygginguna og bílastæðin en vinnunni á að ljúka í mars 2005.

Arkitekt er GÓJ - Teiknistofa en um raflagnir sér Raftæknistofan.
Verkefnastjórnunarsvið, lagnasvið og nýbyggingarsvið Línuhönnunar hafa unnið saman við þetta verkefni.