*

laugardagur, 16. október 2021
Erlent 14. júlí 2017 17:44

Óánægður með stöðuna í Bandaríkjunum

Forstjóri JP Morgan segir að það sé nánast vandræðalegt að vera Bandaríkjamaður á erlendri grundu.

Ritstjórn
epa

Jamie Dimon, forstjóri bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan Chase segir að Bandaríkjamenn þurfi að taka sig saman í andlitinu ef þeir vilja ekki eiga það á hættu að takmarka sig við 1,5-2% hagvöxt. Þetta sagði Dimon á fundi í dag með markaðsaðilum eftir að ársfjórðungsuppgjör bankans var birt í dag. BBC greinir frá.

Dimon sem er nýkominn heim úr ferð sinni um Evrópu sagði einnig að það væri nánast vandræðalegt að vera bandarískur ríkisborgari á ferðalagi um heiminn. Lagði hann áherslu á að stjórnvöld þyrftu að auka við fjárfestingar í innviðum auk þess sem kallaði eftir breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna. Sagði hann hagvöxtur gæti verið mun meiri ef  stjórnvöld myndu taka skynsamlegri ákvarðanir og myndu koma sér út úr því öngþveiti sem þau væru stödd í.