Breski bankinn Lloyds réð António Horta-Osório sem bankastjóra á þriðjudag. Starfaði hann áður hjá spænska Santander bankanum.

Breska ríkið á 41% hlut í Lloyds Banking Group. Bankinn var gagnrýndur í gær fyrir launasamninginn við nýja bankastjórann sem metinn er 8 milljónir punda á ársgrundvelli eða 1,4 milljarður króna.

Fulltrúi frjálslyndir demókrata, annars stjórnarflokksins í Bretlandi, hefur óskað eftir skýringum á samningnum og að hann verði aðgengilegur þingmönnum í báðum deildum breska þingsins.

Hlutabréf Lloyds hækkuðu um tæp 5% eftir að tilkynnt var um nýjan bankastjóra.