Búist er við að um hálf milljón manna fylgist með hátíðarhöldum á morgun en þá verður öðru kjörtímabili Baracks Obama í Hvíta húsinu fagnað.

Obama sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna við athöfn í Hvíta húsinu í dag. Dagsetningin fylgir bandarísku stjórnarskránni sem kveður á um að forseti skuli sverji eiðinn fyrir hádegi þann tuttuguasta janúar. Þar sem 20. janúar ber nú upp á sunnudegi verður athöfnin látlaus en hin íburðamiklu hátíðarhöld sem flestir þekkja fara fram á morgun, mánudag.