Í síðustu afkomuspá hækkaði Greiningardeild KB banka vogunarráðgjöf sína fyrir hlutabréf Tryggingamiðstöðinni úr undirvogun í markaðsvogun. Breytt ráðgjöf byggir m.a. á töluverðri aukningu óinnleysts gengishagnaðar á árinu auk þess sem vangaveltur um hugsanlegan samruna TM og Straums gætu orðið til hækkunar á verði hlutabréfa félagsins. TM - hagnaður í takt við væntingar

Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi nam 208 m.kr. samanborið við 173 m.kr. hagnað á sama tímabili í fyrra. Greiningardeild KB banka gerði ráð fyrir 195 m.kr. hagnaði á fjórðungnum og er hagnaðurinn því í góðu samræmi við væntingar. Afkoman á öðrum ársfjórðungi jafngildir 0,22 kr. hagnaði á hlut og um 6,8% arðsemi eigin fjár, reiknað á ársgrundvelli.

Miðað við lokagengi hlutabréfa á markaði í gær (12. ágúst) áætlar Greiningardeild að óinnleystur gengishagnaður TM hafi aukist um rúmlega 1 ma.kr. frá lok júní og nemi nú liðlega 3 milljörðum. Mest munar þar um eignarhluti félagsins í Straumi og Landsbankanum segir Greiningardeild KB banka.