*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 12. mars 2021 17:53

Óbreytt stjórn hjá Icelandair

Stjórn Icelandair mun áfram skipa Úlfar Steindórsson, Guðmundur Hafsteinsson, Nina Jonsson, John Thomas og Svafa Grönfeldt.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hluthafar Icelandair hafa kosið um óbreytta stjórn en alls höfðu átta boðið sig fram til stjórnarinnar. Stjórnarkjörið fór fram rétt fyrir sexleytið á aðalfundi Icelandair sem er haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Stjórn Icelandair mun því áfram skipa:

  • Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður
  • Guðmundur Hafsteinsson
  • Nina Jonsson
  • John F. Thomas
  • Svafa Grönfeld

Hluthafar fóru því að ráðum tilnefningarnefndarinnar sem hafði lagt til að umboð allra fimm stjórnarmanna yrði endurnýjað. Auk þeirra höfðu þau Steinn Logi Björnsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, og Sturla Ómarsson, stjórnarformaður Eftirlaunasjóðs FÍA, boðið sig fram til stjórnar Icelandair. 

Hver og einn frambjóðandi fékk nokkrar mínútur á aðalfundinum til að kynna sig fyrir hluthöfum. Alls stóðu þessar kynningar yfir í rúmlega hálftíma.

Fundurinn hófst klukkan 16 í dag og var streymt frá Hilton Reykjavík Nordica. Hluthafar þurftu að skrá þátttöku sína með fimm daga fyrirvara en alls skráðu fulltrúar 53% hlutafjár þátttöku á fundinum.