Sænski seðlabankinn tilkynnti í morgun þá ákvörðun að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,25% og var það í samræmi við spár. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.

Samkvæmt spá seðlabankans verður vöxtum haldið óbreyttum í því gildi út árið þar sem versnandi hagvaxtarhorfur og verðbólga umfram 3% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs bankans vegast á.

Seðlabankinn hefur verið í stýrivaxtahækkunarferli frá miðju sumri 2005 þegar vextir voru 1,5%.