Isavia tekur yfir rekstur bílastæða við Leifsstöð um áramótin. Reksturinn hefur frá sumrinu 2009 verið í höndum fyrirtækisins Icepark. Isavia annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla hér á landi. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir í samtali við vefsíðuna Túrista , að með breytingunum nái félagið að samnýta mannafla félagsins á flugstöðinni og hagræða í rekstri.

„Auk þess veitir bryetingin félaginu fullan sveigjanleika í notkun landrýmisins efti rþví á þyrfti hugsanlega að halda við endurbætur á flugstöðvarmannvirkjum án þess að þurfi að taka tillit til samninga um afgreiðsluna við annan aðila,“ segir hann.

Túristi bendir á að nú kosti 800 krónum að geyma bíla á bílastæðinu við Leifsstöð í sólarhring. Það er talsvert ódýrara en við flugvelli á hinum Norðurlöndunum. Dagurinn kostar við svæði við Kastrup á bilinu 100 til 300 danskar krónur, 2.150 til 6.500 íslenskar krónur. Við Arlanda-flugvöll í Stokkhólmi kosta dagurinn álíka mikið. Ódýrasta leigan við Gardermoen í Osló kostar jafnvirði 3.300 króna.