Tólf mánaða verðbólga meðal OECD ríkjanna mældist í október 3,7% en hafði í september síðastliðnum mælst 4,5%.

Vísitalan neysluverðs dróst saman um 0,3% í október eftir að hafa staðið í stað í september.

Mesta aukning vísitölu neysluverðs er hins vegar að finna í liðnum orka- og eldsneyti en verð í þeim lið hafa hækkað um 12,3% milli ára. Verð á matvöru hefur hækkað um 6,5% milli ára í október en hafði í september hækkað um 6,8% milli ára.

Tólf mánaða verðbólga mældist 3,7% í Bandaríkjunum í október, 1,7% í Japan, 4,5% í Bretlandi, 3,5% á Ítalíu, 2,7% í Frakklandi, 2,6% Í Kanada og 2,4% í Þýskalandi.