Vöruinnflutningur sjö helstu iðnríkja heims dróst saman um 1,4% á öðrum fjórðungi miðað við fjórðunginn á undan. Útflutningur dróst saman um 0,3% á tímabilinu.

Þetta kemur fram í nýbirtum hagtölum Efnahags- og framfarastofnunarinnar.

Samkvæmt stofnunni þá dróst saman innflutningur saman um 0,3% á ársgrundvelli á öðrum fjórðungi og er um að ræða áframhald á þróun sem hefur staðið yfir frá öðrum fjórðungi ársins 2006.

Útflutningur í sjö helstu iðnríkjum heims jókst um 4,9%.

Sé miðað við fyrstu tvo fjórðunga ársins dróst útflutningur í Þýskalandi saman um 0,2% og innflutningur um 2,2%. Sé miðað við þróunina á ársgrundvelli jókst útflutningur um 7,1% og innflutningur um 2,1%.

Útflutningur Bandaríkjamanna jókst um 3,9% á öðrum fjórðungi og er það mesta aukningin meðal sjö helstu iðnríkjanna. Innflutningur minnkaði um 1,9%.

Þetta virðist til marks um að bandaríska hagkerfið sé í óða önn að aðlagast breyttu umhverfi í alþjóðahagkerfinu en sé litið til þróunarinnar á ársgrundvelli jókst útflutningur í Bandaríkjunum 10,4% á öðrum fjórðungi og innflutningur dróst saman um 2%.

Útflutningur í Japan dróst saman um 2% milli fjórðunga og innflutningur féll um 1,1%. Miðað við annan fjórðung árið 2007 jókst vöruútflutningur um 5,3% og innflutningur féll um 0,4.