Nýjasta áætlunin um björgun gríska hagkerfisins gæti vel heppnast en þá þarf að tryggja að hún sé framkvæmd óaðfinnanlega auk þess einblína má meira á að bæta vaxtarhorfur. Þetta er niðurstaða Efnahagsframfarastofnunarinnar, OECD, en líklegt er að mati stofnunnarinar að skuldir Grikklands nái hámarki árið 2013 og verði komnar niður fyrir 60% af landsframleiðslu innan tveggja áratuga.

Fram kemur á vef Financial Times að þessi skoðun OECD renni stoðum undir það mat evrópskra leiðtoga að tekist hafi að bjarga gríska hakgerfinu með áætlun þeirri sem sniðin var í Brussel í júlí.

OECD leggur áherslu á að byrðinni við björgun hagkerfisins verið dreift jafnt á herðar sem flestra.