*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 5. ágúst 2017 09:01

Ógnir og ótíðindi

Mismunandi er eftir löndum hvað er talið ógna heiminum mest, en algengast er að óttast ISIS og loftlagsbreytingar.

Ritstjórn

Það er fróðlegt að sjá kortlagðar niðurstöður um hvaða ógnir menn telja helst steðja að heiminum, samkvæmt Pew Research. Að ofan sést hvaða ógn er talin mest í hverju landi, en prósenturnar segja til um heildarhlutfall þeirra, sem töldu málaflokkinn ógna heiminum.

Þar eru ISIS og loftslagsbreytingar svo að segja jöfn í 1. og 2. sæti, en mögulega eru sumir svarendur að óttast hryðjuverkaógn almennt, þegar þeir tiltaka ISIS sérstaklega. Flóttamannavandinn er aðeins helsta ógnin að mati Ungverja, en ekki er ósennilegt að hið sama reyndist upp á teningnum í fleiri ríkjum A-Evrópu.

Aðeins í tveimur löndum, Grikklandi og Venesúela, telja menn efnahagsástand heimsins helstu ógnina, þegar við blasir að þar óttast menn efnahagsóöldina heima fyrir helst.