Facebook hefur samþykkt að greiða 7,6 milljarða króna til 11 þúsund starfsmanna sem sjá um að hreinsa síðuna af myndefni af nauðgunum, barnaklámi og morðum samkvæmt grein Sky News .

Greiðslurnar eiga að bæta starfsfólki sem hafa orðið fyrir geðrænum vandamálum af sökum vinnunnar sem felst í að hreinsa síðuna af ýmiss konar óhugnanlegum myndum. Starfsfólkið fær að lágmarki þúsund dollara eða um 146 þúsund íslenskar krónur hvert um sig en þeir sem orðið fyrir áfallastreituröskun fá hærri bætur.

Facebook hefur útvistað hreinsunarstarfi á evrópsku efni til írska fyrirtækisins Accenture samkvæmt grein Financial Times . Starfsmenn Accenture sem vinna í þessu verkefni þurfa undirrita skjal sem varar við áfallastreituröskun af völdum starfsins.

Eftir sáttagreiðsluna hefur Facebook krafið fyrirtæki sem taka að sér þessa starfsemi fyrir hönd þeirra að bjóða starfsfólki upp á sálfræðiaðstoð á staðnum og á öllum stundum.