Vegna auglýsingabanns á áfengi ættu framleiðendur og innflytjendur enga möguleika á að kynna vörur sína sjálfstætt fyrir neytendum ef frumvarp Vilhjálms Árnasonar nær fram að ganga. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í frumvarpinu er lagt til að smásala áfengis verði leyfð í almennum verslunum. „Það er ögn torskilið af hverju það fer svona fyrir brjóstið á flutningsmönnum áðurnefnds frumvarps þegar bent er á að það gangi ekki nógu langt í frelsisátt og settar fram vel rökstuddar og málefnalegar tillögur um hvernig megi skoða málið heildstætt, tryggja sem frjálsast viðskiptaumhverfi áfengissölu og bæta úr stórum og augljósum göllum á frumvarpinu. Stuðningsmenn viðskiptafrelsisins hljóta að vilja að þegar frelsisbíllinn leggur af stað sé hann á öllum fjórum hjólum, en ekki bara einu eða tveimur,“ segir Ólafur.

Vilhjálmur hefur áður sagt að smásala áfengis og auglýsingabannað séu ekki skyld mál og Félag atvinnurekenda sé að reyna að stöðva frumvarpið.

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins kemur fram að meirihluti þingmanna eru mótfallnir frumvarpinu.