Ólaf­ur Ólafs­son, aðal­eig­endi Sam­skipa, hefur snúið aft­ur til vinnu í höfuðstöðvum fyr­ir­tæk­is­ins að Kjalar­vogi þar sem hann er með skrif­stofu. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Ólaf­ur var ásamt Kaupþings­mönn­un­um Sig­urði Ein­ars­son og Magnúsi Guðmunds­syni lát­inn laus af Kvía­bryggju á fimmtu­dag­inn síðasta.  Ólaf­ur má ekki eiga í sam­skipt­um við fjöl­miðla nema með leyfi Fang­els­is­mála­stofn­un­ar en Björg­vin Guðmunds­son, einn eig­enda KOM al­manna­tengsla­fyr­ir­tæk­is, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.

Þrátt fyr­ir að skrif­stofa Ólaf­ar sé hjá Sam­skip­um starfar Ólaf­ur ekki hjá fyr­ir­tæk­inu. Að sögn Björg­vins er Ólaf­ur að sinna er­lendri starf­semi sinni eft­ir því sem hann best get­ur á Íslandi.

Ólaf­ur hafði afplánað rúmt ár á Kvía­bryggju og held­ur afplán­un sinni áfram á áfanga­heim­il­inu Vernd. Það er skil­yrði að fangi stundi annað hvort nám eða vinnu sem Fang­els­is­mála­stofn­un samþykk­ir til að mega afplána dóm­inn á Vernd.