Sigurður Örn Guðleifsson mun láta af störfum sem lögfræðingur SVÞ um miðjan mánuðinn, en hann hefur ráðið sig til Samgönguráðuneytisins. Við starfi Sigurðar tekur Ólafur Reynir Guðmundsson.

Ólafur útskrifaðist sem lögfræðingur frá lagadeild HÍ árið 1998 og starfaði að prófi loknu bæði hjá Löggildingarstofu (nú Neytendastofa) og hjá Skipulagsstofnun. Undanfarin fimm ár hefur Ólafur verið við nám og störf erlendis. Hann er með MPA gráðu frá Harward Kennedy School of Government og með MBA gráðu frá IE Business School í Madríd. Undanfarin tvö ár hefur hann starfað sem stjórnunarráðgjafi hjá Accenture í Osló.

Ólafur mun því bæði sinna lögfræði- og hagfræðistörfum fyrir SVÞ.