Ólafur Lúther Einarsson lögmaður, sem gegndi þar til nýlega stöðu framkvæmdastjóra Kjarnastarfsemi hjá Vátryggingafélagi Íslands, hefur stofnað Novum lögfræðiþjónustu.

Ólafur hefur umfangsmikla reynslu af fyrirtækjalögfræði, stjórnarháttum, löggjöf á fjármálamarkaði, regluvörslu, vátrygginga- og skaðabótarétti, auk samskipta við eftirlitsstjórnvöld.

Ólafur, sem hefur þegar hafið störf á Novum, var hjá VÍS frá árinu 2002, fyrst sem lögmaður á tjónasviði, svo sem yfirlögfræðingur og ritari stjórnar frá 2010 til 2017, en að lokum sem framkvæmdastjóri Kjarnastarfsemi frá september 2017 til loka apríl 2019.