*

miðvikudagur, 15. júlí 2020
Fólk 11. nóvember 2019 11:53

Ólafur stofnar lögfræðiþjónustu

Ólafur Lúther Einarsson lögmaður hefur stofnað lögfræðiþjónustuna Novum.

Ritstjórn
Ólafur Lúther starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Kjarnastarfsemi hjá VÍS.
Aðsend mynd

Ólafur Lúther Einarsson lögmaður, sem gegndi þar til nýlega stöðu framkvæmdastjóra Kjarnastarfsemi hjá Vátryggingafélagi Íslands, hefur stofnað Novum lögfræðiþjónustu.

 Ólafur hefur umfangsmikla reynslu af fyrirtækjalögfræði, stjórnarháttum, löggjöf á fjármálamarkaði, regluvörslu, vátrygginga- og skaðabótarétti, auk samskipta við eftirlitsstjórnvöld.

Ólafur, sem hefur þegar hafið störf á Novum, var hjá VÍS frá árinu 2002, fyrst sem lögmaður á tjónasviði, svo sem yfirlögfræðingur og ritari stjórnar frá 2010 til 2017, en að lokum sem framkvæmdastjóri Kjarnastarfsemi frá september 2017 til loka apríl 2019.