Niðurstaða leiðtogafundar tuttugu helstu iðnríkja heims í síðustu viku var hvorki afgerandi né að hún gefi tilefni til mikils lúðrablástrar. Fæst af því sem var samþykkt á fundinum kom á óvart.

Þótt flestir stjórnmálaskýrendur telji að fundarhöldin hafi verið gagnleg þá marka þau vart straumhvörf í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu.

Ljóst var fyrir fundinn að bandarískum stjórnvöldum tækist ekki að fá samþykkt að helstu iðnríki heims myndu grípa til enn frekari efnahagsaðgerða til þess að stuðla að þenslu í alþjóðahagkerfinu vegna gríðarlegs samdráttar í eftirspurn.

Það var ekki síst andstaða þýskra stjórnvalda við þær hugmyndir sem gerði það að verkum að þær fengu ekki brautargengi.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .