Ölgerðin hefur keypt 51% hlut í framleiðslufyrirtækinu Mjöll-Frigg.

Mjöll-Frigg voru tvö fyrirtæki sem unnið höfðu saman um áratuga skeið í svipuðum geira en sameinuðust undir einn hátt árið 2004. Fyrirtækið þróar og framleiðir hreinlætisvörur og er eitt stærsta fyrirtækið á því sviði hér á landi.

Mjöll-Frigg framleiðir margar algengustu hreinlætisvörurnar sem notaðar eru á íslenskum heimilum, svo sem Milda, Glitra, Þrif og Maxi-vörur fyrir bíla, svo fátt eitt sé nefnt. Vörumerkin eru mörg hver gamalgróin og njóta virðingar og hollustu viðskiptavina.