Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var í vikunni kosin sviðsforseti Hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri af starfsmönnum skólans. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrar vikublaðs.

Rektor Háskólans á Akureyri mun í framhaldi skipa formlega í stöðuna en samkvæmt Akureyri vikublaði eru ekki fordæmi fyrir því að rektor hunsi vilja starfsmanna.

Ólína hlaut 20 atkvæði en Rögnvaldur Ingþórsson hlaut 19 atkvæði. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri RÚV, var meðal þeirra sem sóttu um stöðuna en hún datt út í fyrri umferð kosningar. Í seinni umferð var kosið á milli þeirra sem fengu flest atkvæði.