Olíuverð á hrávörumarkaði í London hefur hangið í um og yfir 90 dollurum undanfarna daga og stendur nú í 91,37 dollurum á tunnu. Vetrarhörkur í Evrópu hafa haft áhrif til hækkunar olíuverðs. Fréttir af mikilli snjókomu í Bandaríkjunum um helgina vekja spurningar um áhrif á olíumarkað í New York. Sem stendur er verðið þar 88,39 dollarar á tunnu og ekki er að merkja verulegar hækkanir í rafrænum viðskiptum það sem af er degi.