Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið að lækka og er nú svipað og í byrjun júlí. Hjá Brent í London er verðið skráð á 72,23 dollara tunnan og 71,49 dollara hjá WTI í New York. Hæst hefur verðið á undanförnum mánuðum farið í um 80 dollara.

Olíuframleiðsluríki innan samtaka OPEC búast ekki við miklum verðbreytingum á olíu út næsta ár og eftirspurn muni aðeins aukast um 1,2%. Samkvæmt nýrri mánaðarlegri skýrslu OPEC um olíumarkaðinn mun mikil birgðasöfnun í heiminum og aukin olíuframleiðsla samfara minni efnahagsvexti halda aftur af verðhækkunum.