Olíuverð lækkaði um 6,4 dali á Bandaríkjamarkaði í dag. Tunnan kostar nú 94,8 dali.

Gjaldþrot Lehman Brothers og kaup Bank of America á Merrill Lynch vöktu upp áhyggjur af því að niðursveifla í efnahagslífi á heimsvísu muni valda minnkandi orkueftispurn. Fjárfestar tóku því fé sitt úr olíu og í öruggt skjól í dag.

Fellibylurinn Ike hefur einnig valdið olíuframleiðslu minni skaða en talið var að hann myndi gera. Ike fór yfir olíuvinnslusvæði nálægt Houston en olli ekki miklum skaða, þrátt fyrir að nokkrar olíuhreinsunarstöðvar hafi orðið rafmagnslausar fyrir tilverknað Ike.