Olíuverð hefur lækkað í dag um 2,8% og er tunnan á Bandaríkjamarkaði komin niður í 121,3 dali. Olíuverð lækkaði mikið í síðustu viku en hækkaði lítillega í gær.

Það sem helst veldur lækkun olíuverðs nú eru væntingar manna um að eftirspurn muni minnka á næstunni.

Í frétt BBC um málið er þó varað við því að ótti um minnkandi birgðir gæti ýtt verðinu upp á ný eftir að Shell tilkynnti um lokun olíuleiðslu í Nígeríu, eftir að hún var skemmd í átökum þar í landi.