Verð á hráolíu fór í fyrsta skipti í dag yfir 130 Bandríkjadali með rafrænum samning á mörkuðum í New York.

Sömu ástæður liggja að baki frekari hækkun og síðustu daga, áhyggjur manna af birgðastöðu ríkja og lækkandi gengi Bandríkjadals, þá sérstaklega gagnvart evru og jeni að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá.

Þegar þetta er skrifað, kl. 11:00 kostar tunnan af hráolíu 130,28 dali í New York en 130,22 dali í London.