Olíuverð hefur farið hækkandi á heimsmarkaði í dag og hefur verð á hráolíu ekki verið hærra síðan í september 2008. Tunnan kostar nú rúmlega 105 dollara.

olía, olíuverð
olía, olíuverð
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana. Graf af vef Financial Times.

Ótti meðal fjárfesta vegna átaka í ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku hafa ekki dvínað. Sérstaklega er litið til Líbíu og Jemen og óttast fjárfestar að átökin dragi úr framboði olíu. Líbía er þriðji stærsti olíframleiðandinn í Afríku og heldur um mestar olíubirgðir. Framlag ríkisins nemur þó einungis um 2% af alls 87,5 milljónum olíutunna sem notaðar eru í heiminum daglega. CNN fjallar um hækkunina í dag.

Upplýsingar um heildarframboð olíu var birt í dag og kom fram að hráolíubirgðir jukust um 2,1 milljón tunna í síðustu viku. Bensínbirgðir drógust hisnsvegar saman um 5,3 milljónir tunna sem er meira en búist var við.

Þróun hráolíuverðs samkvæmt gagnaveitu Bloomberg:

verð á hráolíu 23.3.2011
verð á hráolíu 23.3.2011
© None (None)

Þróun hráolíuverð á tímabilinu 23.3.2010-23.3.2011. Stækka má myndina með því að smella á hana.

verð á hráolíu 23.3.2011
verð á hráolíu 23.3.2011
© None (None)

Þróun hráolíuverðs á tímabilinu 24.3.2008-23.3.2011.Þróun