OPEC, samtök olíuútflutningslanda, ákváðu á fundi sínum í morgun að halda framleiðslunni óbreyttri í 30 milljónum tunna á dag.

Tunnan af Brent Norðursjávarolíu kostaði 64,5 Bandaríkjadali snemma í morgun en stendur núna í 63,2 dali.

Í kjölfarið tilkynningarinnar hækkaði olíuverð úr 62,4 dölum í 63,4 eða um 0,7%, en lækkaði svo aftur lítillega.