Olíuverð hefur hækkað um 50 sent á tveimur mánuðum sem gefur til kynna að sá samdráttur sem verið hefur á olíuverði undanfarna 20 mánuði sé á undanhaldi.

Verðið á Brent hráolíu náði 41.73 Bandaríkjadollara í morgun  þegar sá orðrómur fór á stjá að Sádí Arabía myndi draga úr framboði á olíunni í kjölfarið af mánaðarlöngum samningaviðræðum.

Verð á olíutunnunni var það lægsta í 12 ár síðastliðinn janúar, eða 27.5 bandaríkjadollarar, en markaðurinn hefur nú tekið breytingum í kjölfarið af bráðabirgða samkomulagi milli Rússa og Sádi Araba um að draga úr framboði á olíu. Samdráttur í sandsteinsolíuframleiðslu Bandaríkjanna, veiking Bandaríkjadollara og skortur á fjárfestum í greininni hefur einnig vakið vonir um að jafnvægi sé að myndast á olíumörkuðum heimsins.

Loks hefur mikill þrýstingur á útflutningsþjóðir einnig leitt til þess að risar á markaðnum á borð við Rússland og Venesúela hafa nú einnig hægt á framleiðslu sinni.