Tunna af hráolíu á heimsmarkaði kostar nú um 117 dollara og hefur verðið ekki verið hærra í nærri fjóra mánuði. Ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna um að örva hagkerfið með eiginfjárinnspýtingum er sögð vera ein helsta skýringin fyrir hækkun olíuverðs.

Í umfjöllun BBC um málið í dag segir að margir óttist að hækkandi olíuverð hafi neikvæð áhrif á endurreisn efnahagslífsins. Einn sérfræðinga sem BBC ræðir við hefur þó litla trú á að svo hátt verð haldist. Fyrir því sé ekki innstæða og því muni hægja á stanslausum hækkunum.