Heimsmarkaðsverð á olíu í framvirkum samningum til afhendingar í október hefur lækkað nokkuð hratt að undanförnu. Vekur þó athygli mun hraðari lækkun á hrávörumarkaði í London en í New York.

Samkvæmt skráningu á Brent Crude Oil í London var verðið fyrir nokkrum mínútum var 69,55 dollarar á tunnu, en 70,14 dollarar hjá WTI Crude Oil á NYMEX í New York. Að öllu jöfnu hefur olíuverðið verið heldur hærra á  markaði í New York en í London.

Opnunarverð í London í morgun var 69,65 dollar, en hæst hefur verðið ífarið  70,44 dollara, en lægst í 69,31 dollar á tunnu. Á NYMEX var opnunarverðið 69,85 dollarar á tunnu, en hefur farið hæst í 70,64 dollara í morgun og lægst í 69,53 dollara á tunnu.