OPEC-ríkin hafa að undanförnu dregið úr framleiðslukvóta sínum sem hefur aukið framboð . Í kjölfarið draga sérfræðingar þá ályktun að OPEC-ríkin vilji ekki sjá heimsmarkaðsverð á hráolíutunnunni fara hærra en 50$ til lengri tíma, en hráolíutunnan fer nú á 55$ um þessar mundir eins og kemur fram í Hálffimm fréttum KB banka.

Næsti framleiðsluákvörðunarfundur OPEC-ríkjanna fer fram í næstu viku og er talið að lagt verði til að auka framleiðslu um 400 þúsund tunnur á dag, en ríkin framleiða alls 27 milljónir tunna á dag sem er 40% heimsframleiðslu.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.