Samkvæmt frétt Reuters gæti Sádi-Arabía og hugsanlega fleiri ríki samþykkt að auka útflutning olíu á neyðarfundi um orkumál nú um helgina.

Eins og vitað er hefur olíuverð næstum tvöfaldast á einu ári á heimsmarkaði. Sádi-Arabar sögðust nýlega ætla að auka olíuframleiðslu sína um 9,7 milljón tunnur á dag í júlí.

Á meðan margir telja að skortur á framboði valdi hækkandi olíuverði hafa OPEC ríkin haldið því fram að spákaupmennska, veikur Bandaríkjadalur og pólitískur óstöðugleiki valdi hækkunum olíuverðs.

Olíumálaráðherra Sádi-Arabíu hefur sagt að yfirlýsing verði gefin út eftir helgina.