Búast er við því að framleiðsla í Bandaríkjunum falli um 400 þús tunnur á næsta ári. Mikið af skortstöðu (e. short position) samningum var lokað rétt fyrir vaxtaákvörðun seðlabanka Bandaríkjanna, eða um 14,600 samningar, sem gefur til kynna að markaðsaðilar búast við hækkandi olíuverði. Þetta segir í morgunpósti IFS Greiningu .

Á meðan hafa olíubirgðir í Saudí Arabíu ekki verið hærri síðan árið 2002 eftir að útfluttningur í júlí lækkaði þriðja mánuðinn í röð. Framleiðsla í júní á þessu ári hefur aldrei verið hærri í Saudí Arabíu eða um 10,564 milljónir tunna en var lækkuð um 1,9% í júlí til að stemma stigu við lækkandi heimsmarkaðsverði.

Einnig safnast upp olíubirgðir í Íran en það er ekki langt síðan Íran mátti selja olíu til 21 landa en á miðju ári 2012 voru löndin einungis sex sem keyptu olíu af Íran. Í stað þess að minnka framleiðslu þá héldu þeir framleiðslustiginu á svipuðum slóðum í heilt ár í viðbót og töppuðu á olíuskipin sín sem voru í raun ónothæf vegna viðskiptabanns Vesturlanda. Landið má ekki byrja að selja olíu fyrr enn á næsta ári en á meðan situr gríðarmikil olía á lager í Íran.