Danskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Opin kerfi, sem eru í eigu Kögunar, hafi átt í yfirtökuviðræðum við danska tækni- og ráðgjafarfyrirtækið Netconcept.

Heimildarmenn danskra fjölmiðla segja að viðræður hafi hafist í desember í fyrra en að þeim hafi verið hætt þar sem ekki náðist samkomuleg um kaupverð.

Danskir fjölmiðlar segja að stjórnendur Opinna kerfa hafi ekki viljað staðfesta hvort að fyrirtækið hafi átt í yfirökuviðræðum við Netconcept.

Talað er um að Netconcept þurfi fjármagn til frekari vaxtar. Velta félagsins nam 500 milljónum danskra króna árið 2004. Hagnaður eftir skatta nam 1,5 milljónum danskra króna á tímabilinu.

Opin kerfi keyptu þrotabú danska tæknifyrirtækisins Commitment Data í águst í fyrra. Kaupverðið var ekki gefið upp.