Ráðgjafafyrirtækið Góð samskipti hafa stofnað ráðningardeild. Að sögn Andrésar Jónssonar, almanntengils hjá Góð samskipti, hefur félagið lengi haft áhuga á ráðningarmarkaðnum en það trúir því að rétti tíminn til að auka þjónustu sína á þessu sviði sé núna.

Félagið hefur einnig verið að aðstoða skjólstæðinga sína við góð samskipti við fjölmiðla, almenning og aðra haghafa, móta sér stefnu ásamt því að veita viðskiptavinum sínum strategíska ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Andrésar þar sem hann upplýsir um tíðindin.