*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Innlent 18. júní 2020 16:10

Origo hækkar um 4,5%

Hlutabréf Origo hækkuðu um 4,49% í dag eftir að Jón Björnsson var tilkynntur sem nýr forstjóri í morgun.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Origo eru í Borgartúni 37.
Aðsend mynd

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,8% í 1,5 milljarða króna veltu Kauphallarinnar í dag en 17 af 20 félögum hennar hækkuðu.

Fjárfestar tóku vel í ráðningu Jóns Björnssonar til Origo í morgun en hlutabréf félagsins hækkuðu um 4,49% í 64 milljóna króna viðskiptum. Bréf Origo hafa nú hækkað um 52% frá 17. mars síðastliðnum og standa í 30,25 krónum á hlut. 

Kvika hækkaði um 3,44% í 117 milljóna króna viðskiptum. Bréf Arion banka hækkuðu einnig um 2,25% í 243 milljóna króna veltu. Mestu viðskiptin voru með bréf Marels sem hækkuðu um 0,44% í 332 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfanna er nú í 678 krónum á hlut. 

Tryggingafélögin þrjú hækkuðu öll þriðja viðskiptadaginn í röð. Sjóvá hækkaði um 1,53% í 243 milljóna króna viðskiptum, TM um 1,28% í 105 milljóna króna veltu og VÍS um 0,64% í 63 milljóna króna viðskiptum.

Stikkorð: Nasdaq Kauphöllin Origo