Þeir sem hafa haldið að íslensku orkuútrásinni væri lokið hefðu átt að hlusta á erindi forráðamanna Reykjavik Geothermal á Haustþingi Jarðhitafélagsins á þriðjudaginn.

Þar gerðu þeir Guðmundur Þóroddsson og Grímur Björnsson hjá Reykjavík Geothermal grein fyrir verkefnum þeirra í miðausturlöndum.

Félagið skrifaði undir rannsóknarsamning í ágúst sl. um verkefni í Masdar í Yemen og er nú að skoða önnur tækifæri á Arabíuskaganum.

Nú kann mörgum að þykja einkennilegt að verið sé að leita að jarðhita þar sem olíulindir heimsins eru ríkulegastar. Staðreyndin er sú að yfirvöld á Arabíuskaganum hyggjast verja miklum fjármunum til að finna aðra orkugjafa en notkun jarðhitans gæti orðið önnur en hér á landi eða til þess að kæla hús!