Þormóður rammi-Sæberg verður afskráður í Kauphöllinni innan skamms en helstu iegendur félagsins standa fyrir yfirtöku á félaginu.

Í frétt til Kauphallarinnar í dag segir: "Gunnar Sigvaldason, Marteinn Haraldsson ehf., Ólafur H. Marteinsson, Marteinn B. Haraldsson, Haraldur Marteinsson, Rúnar Marteinsson, Ráeyri ehf., Svavar Berg Magnússon og Unnar Már Pétursson hafa gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur Þormóðs ramma ? Sæbergs hf.

Eignarhlutur ofangreindra aðila í Þormóði ramma ? Sæbergi hf. er samtals 65,4%.

Vegna þessa mun öðrum hluthöfum í Þormóði ramma ? Sæbergi hf. verða gert yfirtökutilboð samkvæmt ákvæðum VI. kafla laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti.

Verð hluta skv. yfirtökutilboðinu verður 3,85 kr. á hlut, sem er hæsta verð sem aðilar samkomulagsins hafa greitt fyrir hluti í Þormóði ramma ? Sæbergi hf. á síðustu 6 mánuðum.

Óskað verður eftir afskráningu félagsins úr Kauphöll Íslands í kjölfar yfirtökutilboðsins.

Íslandsbanki hf. er umsjónaraðili yfirtökutilboðsins."

Tæplega 27 milljón króna tap var á rekstri Þormóðs ramma ? Sæbergs hf. fyrstu þrjá mánuði ársins 2005, en hagnaður sama tímabils í fyrra var 76 milljónir króna samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilum.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað nam 60 milljónum króna samanborið við 178 milljónir króna á sama tíma í fyrra.

Rekstrartekjur námu á ársfjórðungnum 1.114 milljónum króna samanborið við 1.162 á sama fjórðungi síðasta árs. Rekstrargjöld voru 1.118 milljónir króna en voru 1.055 milljónir á sama tímabili síðasta árs.

Rekstur félagsins er lakari en áætlun, sem kynnt var á aðalfundi þann 25 febrúar, gerði ráð fyrir. Frávikin skýrast að mestu af styrkingu Íslensku krónunnar.

Heildareignir 31. mars námu 8.182 milljónum króna og heildar skuldir og skuldbindingar voru 5.349 milljónir króna. Eigið fé þann 31. mars var 2.833 milljónir króna og hafði lækkað um 680 milljónir á ársfjórðungnum. Aðalfundur í febrúar samþykkti greiðslu arðs að upphæð 650 milljónir króna. Í uppgjörinu er arðurinn færður til lækkunar á eigin fé og hækkunar á skammtímaskuldum. Arðurinn var greiddur út 10. apríl. Eiginfjárhlutfall var 34,6%

Veltufé frá rekstri var neikvætt um tæpar 9 milljónir króna, en var á sama tíma í fyrra 183 milljónir króna. Fyrsti ársfjórðungur ársins 2005 er eini ársfjórðungurinn, frá því félagið var skráð á hlutabréfamarkaði árið 1992, þar sem veltufé hefur veið neikvætt.