Orri Vigfússon, NASF
Orri Vigfússon, NASF
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
„Ég myndi ráðleggja ráðherra að skipa virtan, alþjóðleg­ an hóp vísindamanna með sérþekkingu á búsvæðum og kunnáttu í verkfræðilausnum til að gera ítarlega úttekt á öllum helstu umhverfsiþáttum á virkjanasvæðinu,“ eru ráðleggingar Orra Vigfús­ sonar, formanns NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, til Oddnýjar Harð­ ardóttur, starfandi iðnaðarráðherra.

Oddný tilkynnti í vikunni að ekkert yrði af virkjun í neðri hluta Þjórsár fyrr en áhrif virkjana á laxa­ gengd hefðu verið rannsökuð. Þessi ákvörðun var þvert á álit sérfræð­ inganefndar sem vann að ramma­ áætlun um virkjanir þar sem Þjórsá var flokkuð í nýtingarflokk en hefur nú verið sett í biðflokk í þingsálykt­ unartillögu sem lögð verður fram á Alþingi Íslendinga.

Orri er auðvitað mjög sáttur við að þessi niðurstaða varð ofan á. Hann hefur í nokkurn tíma fært margvísleg rök gegn frekari virkj­ unum í Þjórsá til verndar fiskistofn­unum í ánni. „Þetta yrði í fyrsta sinn í sögunni sem virkjað er neðst á gönguleið laxins á Íslandi. Alls staðar þar sem virkjað hefur verið er það efst í ánum til að lágmarka skaða fiskistofna,“ segir Orri.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.