Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er talinn líklegur til að verða formaður stjórnar Glitnis. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Miklar breytingar verða á stjórn Glitnis á aðalfundi bankans sem fram fer 20. febrúar. Framboðsfrestur í stjórn rann út í vikunni.

Af sjö stjórnarmönnum Glitnis hætta fimm. Þeirra á meðal er stjórnarformaðurinn Þorsteinn M. Jónsson. Sjálfkjörið verður í nýja stjórn. Eftir aðalfund skiptir hún með sér verkum og velur þar með formann.

Ný í stjórn koma: Hans Kristian Hustad, Kristinn Þór Geirsson, Kristín Edwald, Sigurður G. Guðjónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Varamenn verða: Árni Harðarson, Bernhard Nils Bogason, Gunnar Jónsson, Haukur Guðjónsson, Jón Björnsson, Kristinn Bjarnason og Steingrímur Halldór Pétursson.