Fjármálaráðherra hefur skipað Þorstein Þorgeirsson í embætti skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins en Bolli Þór Bollason gengdi því starfi áður en hann var ráðinn ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Þorsteinn er hagfræðingur að mennt og á að baki fjölþætta starfsreynslu innan lands og utan. Hann hefur m.a. starfað sem hagfræðingur hjá EFTA og hjá Efnahags- og samvinnustofnuninni, OECD. Frá árinu 2001 hefur Þorsteinn gegnt starfi hagfræðings Samtaka iðnaðarins. Þorsteinn hefur störf í fjármálaráðuneytinu 1. janúar næstkomandi.

Fimm umsóknir bárust um embættið. Einn umsækjenda dró umsókn sína til
baka. Hinir voru Ari Skúlason, hagfræðingur, Benedikt Valsson,
hagfræðingur og Helga Jónsdóttir hagfræðingur.