Hánet ehf. hefur hafið innleiðingu á nýrri ljóstækni hérlendis sem m.a. er hægt að nota við hvers konar merkingar, skreytingar og skiltagerð. Fyrirbærið kallast Light Tape og er háþróuð ljóstækni sem getur leitt ljós tugi metra í örþunnum borða án þess að nokkuð tapist af ljóseiginleikunum. Þetta lítur út eins og þunnur borði og virkar eins og neon ljós, en notar sáralitla orku.

Má þegar sjá afrakstur af notkun Ligt Tape utan á Landsbankanum í Austurstræti, en það var samverkefni Finns Arnar Arnarsonar myndlistarmanns og Hánets ehf. Hugmyndin var að endurtaka og vinna með glugga byggingarinnar. Á milli þeirra sem fyrir eru voru búnir til marglitir ljósagluggar sem eru teigðir og togaðir. Hið stílhreina form hússins brotnar upp og úr verður sjónarspil ljóss og þrívíddar.

Í Light Tape er byggt á SYLVANIA „phosphortækni“ Electro- LuminX Lighting Corporation’s og hágæða burðarefni frá Honeywell. Kodak kemur einnig að þessari tækni. Út úr þessari samvinnu varð til þessi nýja ljóstækni. Electro-LuminX-fyrirtækið hefur unnið að þróun þessarar tækni síðastliðin 14 ár.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .