Þegar Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital ern spurður um hvernig hann sjái fyrir sér að hægt væri að koma slíkum markaði í gang þá nefnir hann sem dæmi að endurvinna skráningu Icelandair á markaði, sem eitt helstu þjóðarfyrirtækja Íslendinga.

Þetta segir Þorvaldur Lúðvík í samtali vð Viðskiptablaðið. Í blaðinu sem kemur út í fyrramálið má finna ítarlegt viðtal við Þorvald Lúðvík. Hluti viðtalsins, sem er ekki að finna í blaðinu, er birtur hér að neðan.

„Icelandair er þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki í góðum rekstri, en skuldabyrði of há, eins og svo algengt er nú meðal íslenskra fyrirtækja," segir Þorvaldur Lúðvík.

„Þjóðinni gæti til dæmis staðið til boða að kaupa 25 prósent hlut í Icelandair, með skattaafslætti á kaupunum, eða öðrum ívilnunum. Miðað við frumvarpið og skattalöggjöfina veitir fólki ekki af einhverri birtu í þeim efnum. Það væru ekki háar fjárhæðir á hverja fjölskyldu og myndi tryggja eigendum og kröfuhöfum flugfélagsins í dag, sem eru að mestu Íslandsbanki og skilanefnd Glitnis, besta niðurstöðu.Þetta flugfélag er þjóðargersemi og ég held að það sé mikill vilji hjá Íslendingum að taka þátt í endurskipulagningu þess.

Ég óttast að stóru bankarnir sem hafa mikinn hluta íslensks atvinnulífs á hendi sér, sjái ekki skynsemina í því að horfa framan í eðlilegar afskriftir og gera fyrirtækjunum kleyft að starfa í höndunum á þeim sem best eru til rekstrar þeirra fallnir.“

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta, frá kl. 21 í kvöld, lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .